Fréttir & tilkynningar

Nýsprautun og Bílakjarninn buðu viðskiptavinum í jólastund þann 1. desember s.l. og kynntu þar m.a. nýja rafbíla frá Volkswagen. Boðið var upp léttar veitingar og ljúfa tóna en það voru þeir Elmar Þór Hauksson sem söng og Arnór Vilbergsson sem lék undir á hljómborð. Víkurfréttir mættu að sjálfsögðu á staðinn og hér má lesa frétt þeirra og skoða fleiri myndir .

Við erum stolt af því að kynna nýja og glæsilega vefsíðu. Vefsíðan er sérstaklega hönnuð fyrir allar tegundir tækja, bæði tölvur og snjalltæki. Við ætlum okkur að vera dugleg að uppfæra fréttir og tilkynningar og hagnýta ýmsar tæknilegar lausnir til að þjónusta viðskiptavini okkar betur. Við þökkum Agli Vignissyni hjá BEISIK fyrir hönnun og ráðgjöf og hlökkum til nánara samstarfs.