UM OKKUR
Nýsprautun hóf starfsemi 1999
Nýsprautun ehf. hóf starfsemi þann 3. desember 1999 og er staðsett á Njarðarbraut 13-15, Innri-Njarðvík. Eigandi Nýsprautunar er Sverrir Gunnarsson og eru starfsmenn um 17.
Nýsprautun býður upp á réttingar á öllum tegundum ökutækja, bílamálun, framrúðuísetningar ásamt almennum viðgerðum, smurþjónustu, þvotti og bóni á öllum bifreiðum. Nýsprautun notar PPG bílalakk og Caroliner réttingarbekk og gefur út burðarvirkisvottorð fyrir bifreiðar sem lent hafa í umferðaróhappi. Nýsprautun tjónaskoðar bifreiðar sem lent hafa í umferðaróhöppum eftir CABAS tjónamatskerfi og vinnur öll verk eftir tæknileiðbeiningum framleiðanda hverrar bíltegundar fyrir sig.
Nýsprautun er með samstarfssamninga við öll tryggingarfélögin Sjóvá, TM, Vörð og VÍS.
Á tuttugu ára afmæli Nýsprautunar eða í nóvember 2019 hóf Nýsprautun samstarf við Heklu hf og keypti glæsileg húsakynni þeirra sem hýsa bílasölu með stórum sýningarsal og þjónustuverkstæði. Bílasalan verður undir nafninu Bílakjarninn ( www.bilakjarninn.is ) en Nýsprautun mun sinna verkstæðisþjónustunni á vörumerkjum Heklu ásamt öllum öðrum vörumerkjum.
Markmið Nýsprautunar er að bjóða alhliða bílaþjónustu ásamt sölu á nýjum og notuðum bílum. Í húsnæðinu að Njarðarbraut er öll aðstaða til fyrirmyndar en nýlega var verkstæðið uppfært með nýjum lyftum og verkfærum sem nýtast atvinnubílum sérstaklega vel. Eftir sem áður verður hægt að nálgast þjónustu fyrir öll vörumerki Heklu, Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi ásamt öllum öðrum bílategundum.
Afgreiðslutími er mán-fim frá kl. 08:00 – 17:00 og fös frá 08:00 - 16:00. Einnig er hægt er að bóka tíma í þjónustu og fá samband við bílasöluna í síma: 421 2999.